Fara í efni
Amtsbókasafnið

Potterdagurinn mikli á Amtsbókasafninu

Mynd af vef Amtsbókasafnsins

Potterdagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur í dag á Amtsbókasafninu á Akureyri eins og hefð er orðin fyrir. Galdrastrákurinn fæddist á þessum degi árið 1980, sem er reyndar fæðingardagur höfundar bókanna, J.K. Rowling sem fyrst leit dagsins ljós árið 1965. Fyrsta bókin um  Potter kom hins vegar út 31. júlí árið 2001.

Viðburðurinn í Amtsbókasafninu fer fram milli kl. 15.00 og 17.00 í dag „og á þeim tíma geta gestir tekið þátt í skrímslabókasmiðju, ratleik, spurningakeppni og ýmisskonar föndri. Auk þess verður hægt að skoða sýninginuna Töfrum líkast, þar sem ýmsir munir úr galdraheiminum verða til sýnis,“ segir í tilkynningu frá safninu.

Potterdagurinn mikli var fyrst haldinn hátíðlegur á Amtsbókasafninu 2017 og hátt í 1000 manns hafa sótt viðburðinn ár hvert.

Töfrum líkast

  • Sýning á ýmsum munum úr galdraheiminum.
  • Fjölbragðabaunir, þrautir, föndur og fleira.
  • Gestir eru hvattir til að mæta í búningum!

Í tilkynningunni segir ennfremur:

    • Ratleikur á 1. hæð og í kjallara
      Getur þú fundið týnda nemendur og kennara Hogwarts?
    • Skrímslabókasmiðja
      Búðu til þína eigin hræðilegu skrímslabók. Ath. notast verður við límbyssur og því mælst til þess að börn sem þurfa aðstoð séu í fylgd með eldri einstaklingi sem getur aðstoðað þau.
    • Ljósmyndastúdíó Colin Creevey í kjallaranum
      Myndabakgrunnar og leikmunir þar sem gestir geta tekið mynd af sér í galdraheiminum.
    • Spurningakeppni
      Hversu vel þekkir þú galdraheiminn? Spurningakeppnin hefst kl. 16 og verður á útisvæðinu okkar ef veður leyfir.