Fara í efni
Amtsbókasafnið

Akureyrarveikin til umfjöllunar á málþingi

Akureyrarbær og Sjúkrahúsið á Akureyri efna í dag til málþings um Akureyrarveikina sem geisaði um miðja síðustu öld og var, eins og nafnið gefur til kynna, einkar skæð á Akureyri. Málþingið verður á Amtsbókasafninu, hefst klukkan 13.00 og stendur til 16.00.

Á málþinginu fjalla landlæknir og fleiri læknar um þessa illvígu sótt og þeir sem upplifðu Akureyrarveikina og einnig Covid-19 lýsa þeim afleiðingum sem sjúkdómarnir höfðu á lífsgæði þeirra. „Hvaða þekking er til staðar og hvaða rannsóknir eru framundan? Hvað eiga Akureyrarveikin og Covid 19 sameiginlegt? Málþingið hefur annars vegar þann tilgang að fjalla um þessa sögulegu tíma þegar sóttin geisaði og hins vegar að efla Akureyrarbæ sem vettvang fyrir ýmsa viðburði, málþing og ráðstefnur á sviði heilbrigðismála,“ segir í tilkynningu.

Málþingið er haldið í Amtsbókasafninu á Akureyri sem fyrr segir. Það er öllum opið og ætlað til að upplýsa almenning og heilbrigðisstarfsfólk um Akureyrarveikina og samanburð hennar við Covid-19 faraldurinn.

Boðið verður upp á tónlistaratriði og veitingar. Smellið hér til að sjá dagskrá málþingsins.

Akureyri.net fjallaði um Akureyrarveikina í nokkrum greinum í janúar á þessu ári. Sjá hér:

Akureyri var eins og draugabær í þrjá mánuði

Akureyrarveikin: vísindalegar lýsingar voru birtar í Lancet

Hvað getur Akureyrarveikin kennt okkur um eftirköst COVID-19?