Aldís Kara Bergsdóttir
														
Aldís Kara skiptir úr SA í Fjölni
											
									
		20.09.2022 kl. 11:45
		
							
				
			
			
		
											
									Aldís Kara Bergsdóttir, besti listhlaupari landsins, hefur gengið til liðs við Fjölni í Reykjavík úr Skautafélagi Akureyrar. Aldís Kara hefur náð mjög eftirtektarverðum árangri undanfarið og var kjörin íþróttakona ársins á Akureyri síðustu þrjú ár.
Vegna framkvæmda í Skautahöllinni á Akureyri var hún lokuð í sumar og af þeim sökum fékk Aldís Kara að æfa í Reykjavík í sumar. „Þjálfarinn minn á Akureyri hætti líka, mér leist vel á þjálfarann hjá Fjölni og plan hans fyrir framtíðina þannig að ég ákvað að skipta,“ segir Aldís Kara við Akureyri.net.