Akureyri.net
GLEÐILEG JÓL
25.12.2025 kl. 06:00
Akureyri.net óskar fjölmörgum dyggum lesendum gleðilegra jóla. Þann 13. nóvember voru fimm ár liðin síðan núverandi eigendur endurvöktu vefinn og árin fimm hafa verið ævintýri líkust. Lesendur í hverjum mánuði skipta tugum þúsunda, það sýnir að skrefið sem stigið var í nóvember 2020 var rétt; fjölbreytt efni birtist á akureyri.net alla daga ársins, viðbrögð lesenda eru jafnan góð og samskipti við marga þeirra mikil og náin. Það ber að þakka því án lesenda væri fjölmiðill einskis virði.
Áfram Akureyri, Akureyringar – og Akureyri.net!
Skapti Hallgrímsson – skapti@akureyri.net
ritstjóri