Fara í efni
Akureyri.net - ferðalög

Flug með easyJet á 2-3 þúsund í janúar

Besta verðið á flugi með easyJet frá Akureyri næsta vetur er í janúar, bæði til London og Manchester. Mynd: Þórhallur Jónsson

Vetrarflug easyJet til og frá Akureyri er nú komið í sölu að fullu á vefsíðu flugfélagsins. Fyrsta flug til London Gatwick verður þann 4. október og verður flogið til 25. apríl. Fyrsta flug til Manchester verður þann 11. nóvember og það síðasta þann 28. mars.

Eins og áður eru flugmiðar easyJet á góðu verði en lægsta verðið er að finna í janúar, bæði til Gatwick og Manchester. Í þeim mánuði er hægt að fá flugmiða út á undir 3000 krónum. Þannig er t.d. hægt að fá flug til Manchester á 12 pund (2.000 krónur) dagana 17., 24. og 31. janúar og á 16 pund (2.750 krónur)  dagana 10. og 20. janúar. Besta verðið á flugi til Gatwick er dagana 17., 20. og 24. janúar en þá daga er hægt að fá flugmiða út á 16 pund og þann 27. janúar á 12 pund.


Dæmi um verð frá Akureyri til Manchester í janúar 2026 með easyJet.