Fara í efni
Alþingiskosningar

Tónleikar, pöbbkviss, Októberfest, partí...

Kosið verður til Alþingis á morgun, eins og flestum er vonandi kunnugt. Framjóðbendur og aðrir fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða væntanlega á harðahlaupum fram eftir kvöldi við að koma stefnumálum sínum á framfæri við kjósendur.

Nokkur framboðanna standa fyrir samkomum í kvöld á Akureyri eða eru með opnar kosningaskrifstofur.

Flokkur fólksins
Tónleikar á Græna hattinum klukkan 20.00 í kvöld. Jakob Frímann Magnússon, oddviti flokksins í kjördæminu, tekur á móti gestum og leikur af fingrum fram ásamt Magna Ásgeirssyni, Dísu Jakobs, Kristjáni Edelstein, Stefáni Gunnarssyni, Rodrigo Lopes og fleirum. Öl og pítsur, aðgangur ókeypis og allir velkomnir. 

Framsóknarflokkurinn
Kosningaskrifstofan á Pósthúsbarnum er opin til klukkan 22.00 í kvöld.

Miðflokkurinn
Kosningaskrifstofan að Glerárgötu 20 er opin til klukkan 18.00.

Píratar
Skrifstofan á Ráðhústorgi er opin til kukkan 20.00.

Samfylkingin
Kosningaskrifstofan í Sunnuhlíð opin fram eftir kvöldi og allir velkomnir.

Sjálfstæðisflokkurinn
Októberfest á kosningaskrifstofunni,  Glerárgötu 28 frá klukkan 19.00. Léttar veitingar og skemmtiatriði.

Sósíalistaflokkur Íslands
Partí hjá Guðrúnu Þórsdóttur í Hlíðargötu 11!

VG
Ung vinstri græn eru með kosningapepp í kvöld, það hefst klukkan 17.00.

Viðreisn
Pöbbkviss á kosningaskrifstofunni í Sjallahúsinu í kvöld klukkan 20.00 Léttar veitingar. Magni Ásgeirsson mætir á svæðið.

Lágmarksbirgðir verði alltaf til í landinu

Skapti Hallgrímsson skrifar
10. nóvember 2022 | kl. 13:40

Mikil vonbrigði með ráðherraskipan

Skapti Hallgrímsson skrifar
30. nóvember 2021 | kl. 14:00

Enginn ráðherra úr Norðausturkjördæmi

Skapti Hallgrímsson skrifar
28. nóvember 2021 | kl. 13:18

Erindi Birgis í HA: Búið að kjósa og hvað nú?

Skapti Hallgrímsson skrifar
29. september 2021 | kl. 11:20

Kosningaþátttaka á Akureyri var 79,33%

Skapti Hallgrímsson skrifar
27. september 2021 | kl. 11:26

Þjóðin hafnar öfgum – vill stöðugleika

Skapti Hallgrímsson skrifar
26. september 2021 | kl. 22:50