Fara í efni
Umræðan

Mottumarssokkar fyrir alla karla hjá Samherja

Þrír starfsmanna Samherja á Dalvík sem skarta bæði glæsilegr mottu og sokkunum fallegu. Frá vinstri: Jerzy Szymkiewicz, Jón Sæmundsson og Jón Ingi Ólason. Mynd af vef Samherja

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar körlum með krabbamein marsmánuð; Mottumars er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins og í ár er sérstök áhersla lögð á tengingu lífsstíls og krabbameina. Samherji hefur um árabil styrkt átakið með því að kaupa sokka handa körlum sem starfa hjá félaginu og haldið var í þá hefð að þessu sinni. Fyrstu sokkarnir voru afhentir körlum í fiskvinnslunum á Dalvík og Akureyri.

„Krabbameinsfélagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Skilaboðin eru einföld. Lífsstíll er ekkert til að grínast með, hann er þvert á móti dauðans alvara,“ segir á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Þar kemur fram að þriðja hvert krabbameinstilvik, hið minnsta, tengist lífsstíl. 

Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja segir að fyrirtækið sé stolt og þakklátt Krabbameinsfélaginu fyrir þetta árlega átak. „Við höfum í gegnum tíðina stutt Mottumars með mikilli ánægju. Krabbamein er sjúkdómur sem snertir marga og gerir vart við sig fyrr eða síðar hjá flest öllum fjölskyldum landsins. Þessu árvissa átaki er ætlað að vekja sem flesta til vitundar um alvarleika krabbameina, sokkarnir og aðrir þættir í Mottumars vekja okkur til umhugsunar um mikilvægi þess að huga að heilsunni og góðum lífstíl, þannig að ég vona að karlarnir klæðist þessum sokkum sem oftast.“

Nánar á vef Samherja

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00

Bjánarnir úti á landi

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 12:53

Styrk stjórn gefur góðan árangur

Ásthildur Sturludóttir skrifar
11. apríl 2025 | kl. 17:00

Hörmungarástand við Lundargötu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
11. apríl 2025 | kl. 10:45

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis á erindi við þig

Pétur Þór Jónasson og Inga Bára Ragnarsdóttir skrifa
08. apríl 2025 | kl. 11:45