Fara í efni
Íþróttir

Halldór Brynjar á ný til Skákfélags Akureyrar

Halldór Brynjar Halldórsson, til hægri, að tafli á Íslandsmóti skákfélaga.

Kandídat-meistarinn Halldór Brynjar Halldórsson hefur gengið aftur í uppeldisfélag sitt, Skákfélag Akureyrar, eftir eins árs dvöl í Skákgenginu. Halldór sem er á 39. aldursári er Skákfélaginu mikill liðsstyrkur og mun styrkja a-sveit félagsins mikið en hann hefur gjarnan teflt á efstu borðum sveitarinnar og staðið sig vel gegn titilhöfum. Þetta kemur fram á vef Skáksambands Íslands.

„Halldór hefur löngum þótt sókndjarfur skákmaður og tilbúinn að leggja mikið á stöðurnar, enda nam hann skákina við fótskör þekktra akureyskra fléttumeistara,“ segir á vef Skáksambandsins.

„Sigur hans yfir stórmeistaranum Helga Áss Grétarssyni er einkennandi fyrir skákstílinn: https://old.chesstempo.com/gamedb/game/4277579

Í stuttu viðtali við skak.is sagðist Halldór vera ánægður með að snúa aftur og tefla við hlið hins titillausa Stefáns Bergssonar, en vildi um leið þakka Skákgengismönnum sérstaklega vel fyrir tímann saman.“