Fara í efni
Fréttir

Hörður fór upp – Þór gegn Fjölni í umspili

Viðar Ernir Reimarsson og Aðalsteinn Ernir Bergþórsson, hér í leik gegn Fjölni á dögunum, stóðu í ströngu í kvöld á Ísafirði. Viðar Ernir, til vinstri, gerði sex mörk og Aðalsteinn Ernir, lengst til hægri, gerði eitt. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar enduðu í 4. sæti í Grill66 deildinni í handbolta og mæta Fjölni í fyrstu umferð umspils um sæti í efstu deild, Olís deildinni, næsta vetur.

Þór tapaði fyrir Herði á Ísafirði í kvöld í síðustu umferð deildarinnar, 25:19, eftir að staðan var 14:9 í hálfleik. Með sigrinum tryggði Hörður sér sigur í deildinni og þar með sæti í Olís deildinni næsta vetur. Lið frá Ísafirði hefur aldrei leikið í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta.

Mörk Þórs í dag: Tomislav Jagurinovski 6, Viðar Ernir Reimarsson 6, Hilmar Kristjánsson 2, Jóhann Einarsson 2, Aron Kristjánsson 2, Aðalsteinn Ernir Bergþórsson.

Úrslit hinna liðanna í toppbaráttunni í kvöld:

  • Haukar U – Fjölnir 29:21
  • ÍR – Afturelding U 37:24

Lokastaða efstu liða:

1. Hörður 20 leikir – 34 stig

2. ÍR 20 leikir – 33 stig

3. Fjölnir 20 leikir – 28 stig

4. Þór 20 leikir – 27 stig

  • Efsta liðið, Hörður fer beint upp.
  • Fjögur næstu lið leika um annað laust sæti í Olís deildinni; þau fjögur næstu sem mega fara upp, þ.e.a.s. Á eftir Þór koma fjögur ungmennalið, sem ekki geta færst upp um deild; Haukar, Selfoss, Valur og Afturelding. Fjórða liðið í umspili verður því Kórdrengir, sem urðu í níunda sæti.

Umspilið:

Fjölnir - Þór

ÍR - Kórdrengir

  • Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram. Þriðji leikur, ef með þarf, fer fram á heimavelli liðsins sem varð ofar í deildinni, Fjölnis og ÍR.
  • Sigurvegararnir úr þessum rimmum mætast síðan í keppni um sæti í Olísdeildinni. Þá þarf að  sigra í þremur leikjum til að ná því markmiði.
  • Umspilskeppnin hefst 21. apríl