Fara í efni
Gervigreind

Lögreglan: Stutt í sektir fyrir naglana

Eigandi þessa bíls þarf að fara að hafa hraðar hendur. Mynd: RH

„Við erum farin að hvetja fólk til þess að drífa sig að skipta úr nöglunum,“ segir Margeir Björgvinsson, varðstjóri á Akureyri, í samtali við blaðamann Akureyri.net. Enn ber á því að vegfarendur keyri um á nagladekkjum, en samkvæmt lögum er bannað að vera á nöglum frá 15. apríl, en Margeir segir að lögreglan gefi mikinn slaka á þessari dagsetningu í takt við veðurfar.

„Við erum ekki byrjuð að sekta, en það fer að styttast í það,“ bætir Margeir við. „Nú hefur verið gott veður um nokkurt skeið og stefnir í gott veður áfram, þannig að það er sannarlega tímabært að drífa sig í dekkjaskipti ef einhverjir eru ennþá á nöglum.“

Blaðamaður forvitnast um það, hvort að lögreglan sé með eitthvað plan, einhvern óskrifaðan dag í kladdanum þar sem byrjað er að sekta og olnbogarýmið er þrotið. „Nei, það er í raun ekki þannig,“ segir Margeir. „Við miðum þetta algjörlega út frá veðrinu hvert ár, og byrjum á því að pikka í fólk áður en við förum að sekta.“

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30