Fara í efni
Flugsafn Íslands

KA-menn heimsækja Akurnesinga í dag

KA-menn fagna marki Ívars Arnar Árnasonar í sigurleiknum á FH í síðustu umferð. Mynd: Ármann Hinrik

KA og ÍA mætast í dag á Akranesi í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn á Akranesvelli (ELKEM-vellinum) hefst klukkan 17.00 og verður sýndur beint á Stöð2 Sport.

Leikurinn er báðum liðum afar mikilvægur því ÍA er í næst neðsta sæti með þrjú stig að fjórum leikjum loknum og KA einu sæti og einu stigi ofar.

  • Besta deild karla í knattspyrnu
    Akranesvöllur kl. 17:00
    ÍA - KA

ÍA hóf Íslandsmótið með því að vinna Fram 1:0 á útivelli en hefur síðan tapað þremur leikjum í röð: fyrst 2:1 fyrir Stjörnunni á útivelli, síðan 2:0 fyrir Vestra í Akraneshöllinni og síðan steinlágu Skagamenn, 5:0, fyrir KR-ingum á Avis-velli Þróttar í Laugardal.

KA gerði 2:2 jafntefli í fyrsta leik gegn KR á heimavelli, tapaði síðan 4:0 fyrir Víkingi í Reykjavík, tapaði 3:1 fyrir Val í Reykjavík en sigraði FH 3:2 á heimavelli í fjórðu umferðinni.

Staðan í deildinni