10 bestu: Magnús Rúnar – Maggi Exit
Magnús Rúnar Magnússon – Maggi Exit – er gestur Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta þætti hlaðvarpsins 10 bestu.
„Maggi Exit. Allt varðandi Exit ævintýrið og allar hinar hljómsveitirnar. Hann hefur trommaði í þeim nokkrum. Einni sem heitir Hún andar sem margir í senunni segjast miða sig við og vera þá allra bestu,“ segir Ásgeir í kynningu á þættinum.
„Magnús tok risaákvörðun einn daginn og viðraði hugmyndina við konunna sína að verða heimavinnandi svo hann gæti sinnt stelpunum þeirra betur. Hann sér ekki eftir þeirri ákvörðun í dag og segir það ferli hafa verið bæði þroskandi og gefandi eftir tuttugu ára starf hjá sama fyrirtæki. Hann stendur á tímamótum. Hann er að verða fimmtugur og er að taka möguleg næsku skref út í kosmósið. Margt framundan hjá Magga. Hvað er næst?“
Ásgeir segir ennfremur: „Eyrin, alkóhólisminn sem hann ólst upp við, æskan, konan, börnin og auðvitað rokkið. Þetta kemur allt fram í þessu líflega viðtali við síungann Magga.“
Smellið hér til að hlusta á þáttinn.