Fara í efni
Umræðan

Eyjafjörður og umhverfismálin

Eyjafjörður er ægifagur og þar leynast margar perlur sem þarf að gæta að. En eru allir sáttir við það sem blasir víða við og skemmir ásýnd þessa fallega svæðis?

Í flestum tilfellum er umgengni góð og til fyrirmyndar. Sveitarfélögin hafa mörg mikinn metnað hvað varðar umhirðu og varðveislu náttúrunnar. Mismikinn að vísu en að mestu til fyrirmyndar. Þó er með nokkrum ólíkindum hversu mörg opin efnistökusvæði eru í notkun og önnur aflögð eru ekki frágengin. Því miður eru mörg þessara efnistökusvæða í alfaraleið og sum hver nánast ofan í vegum sem um svæðið liggja. Svöðusár í landinu. Auðvitað þarf efni til framkvæmda en að mínu mati er ekki vel staðið að vali á efnistökusvæðum. Þar þurfa sveitarfélög að vanda betur til verka og koma veg fyrir slíkt þegar umhverfisáhrif eru óásættanleg.

Svo eru það jarðir þar sem safnað er saman ýmiskonar dóti og drasli (verðmætum), sem betur fer eru það ekki margir sem eru að safna (verðmætum) og því miður sker það í augu á nokkrum stöðum. Langflestir hafa mikinn metnað fyrir að jarðir þeirra séu til fyrirmyndar en því miður eru nokkrir sem mættu bæta sig. Kannski skortir á að sveitarsjórnir hafi frumkvæði að því að koma málum í gott horf þar sem þarf að taka til hendi.

Það er ekki mikil umræða hjá sveitarstjórnum um umhverfismál, mætti vera meiri. Akureyri lagði t.d. niður sérstaka umhverfisnefnd fyrir nokkum árum sem eru alvarleg mistök að mínu mati. Engin merki eru enn að þetta fjölmennasta sveitarfélag við Eyjafjörð ætli að bæta það og endurreisa málaflokkinn. Það væri mikil framför að auka samvinnu í Eyjafirði hvað varðar umhverfis og umgengnismál. Aukin samvinna væri af hinu góða og kæmi svæðinu mjög til góða. Lítið ber á umhverfisumræðu og væri mikil framför ef sveitarfélögunum tækist að mynda um samstöðu og sameiginlega umhverfisvöktun.

Ef til vill kemur það í framtíðinni.

Undirritaður ber þá von í brjósti að hér aukist metnaður og drift í málaflokknum. Væri gott að sjá sveitarfélögin stofna til samvinnu og koma á laggirnar nefnd sem hefði það hlutverk að standa vaktina og hvetja til úrbóta þar sem það á við.

Jón Ingi Cæsarsson er fv. formaður umhverfisnefndar á Akureyri

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Ingibjörg Isaksen skrifar
30. maí 2024 | kl. 16:16

Ég kýs Katrínu

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. maí 2024 | kl. 06:00

Nýtum kosningaréttinn!

Halla Tómsdóttir skrifar
27. maí 2024 | kl. 15:40

Okkur tókst það ógerlega

Ásdís Rán skrifar
27. maí 2024 | kl. 15:30

Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir

Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifar
26. maí 2024 | kl. 13:45

Þarf forseti Íslands að vera góð manneskja?

Kjartan Ólafsson skrifar
24. maí 2024 | kl. 16:45