Fara í efni
Umræðan

Enn af umhverfismálum í Eyjafirði

Í júlí í sumar skrifaði ég lítinn pistil um umhverfismálin í Eyjafirði, hugleiðing um stöðu mála. Hann er hér.  

Hörgársveit veitti starfsleyfi til efnistöku úr Hörgá í vor sem leið. Í framhaldi af því horfðu margir skelfingaraugum á þegar farvegur Hörgár var tættur upp og ekið á brott í vor sem leið.

Frétt á ruv.is greinir frá þessu: Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti í gær þrjár ákvarðanir sveitarstjórnar í Hörgársveit og eina ákvörðun Fiskistofu um leyfi til efnistöku í Hörgá í Eyjafirði. Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið kærðu í vor leyfin en þau sneru að umfangsmikilli efnistöku úr farvegi árinnar. 

Fréttin á RÚV: Úrskurðarnefnd fellir úr gildi leyfi fyrir efnistöku í Hörgá

Í þessum litla pistli mínum frá í júlí gerði ég efnistöku að umræðuefni. Afturköllun starfsleyfis í Hörgá sýnir að þessar áhyggjur mínar voru réttmætar og þessi mál eru í algjörum ólestri. Það er áhyggjuefni þegar sveitarstjórnir veita leyfi til stórkostlegrar efnistöku á ýmsum stöðum og hafa síðan ekkert eftirlit eða skoðanir á því og eftir standa alvarleg umhverfisspjöll til langrar framtíðar. Það á ekki að vera á valdsviði sveitastjórna að veita slík hryðjuverkaleyfi án strangs eftirlits. Ég ætla mér ekki að fara nákvæmlega yfir það sem mér finnst ekki í lagi á svæðinu hvað þetta varðar en ekki verður hjá því komist að nefna sveitarstjórn Hörgársveitar sérstaklega. Allir sem eitthvað fylgjast með þessum málum vita að efnistökumál í því ágæta sveitarfélagi eru mikið áhyggjuefni og þarf þá bara að nefna Moldhaugnahálsinn og Hörgá til að varpa ljósi á það sem við er átt. Báðar þessar framkvæmdir setja ljótan blett á umhverfismálin í Eyjafirði.

Það skortir sannarlega á að sveitarfélögin í firðinum móti sér sameiginlega stefnu þar sem náttúran er látin njóta vafans sem ætti jafnframt að hindra að einstaka sveitarstjórni komi málum á þann stað nú blasir við í Hörgársveit. Að börn framtíðarninnar eigi að sitja uppi með svona ákvarðanir er ekki réttlætanlegt.

Ég ætla því að endurtaka það sem ég hef áður sagt. Sveitarfélög í Eyjafirði verða að móta sér sameiginlega stefnu í þessum málum til að koma í veg fyrir stórslys í framtíðinni. Það verður að skerpa á þessari samvinnu til að einstök sveitarfélög láti undan kröfum um tekjur þar sem landið er selt burt og gróðamenn fái veiðileyfi á landið.

Við getum ekki haldið svona áfram.

Jón Ingi Cæsarsson er fv. formaður umhverfisnefndar Akureyrar

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Ingibjörg Isaksen skrifar
30. maí 2024 | kl. 16:16

Ég kýs Katrínu

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. maí 2024 | kl. 06:00

Nýtum kosningaréttinn!

Halla Tómsdóttir skrifar
27. maí 2024 | kl. 15:40

Okkur tókst það ógerlega

Ásdís Rán skrifar
27. maí 2024 | kl. 15:30

Náttúrubarnið Katrín Jakobsdóttir

Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifar
26. maí 2024 | kl. 13:45

Þarf forseti Íslands að vera góð manneskja?

Kjartan Ólafsson skrifar
24. maí 2024 | kl. 16:45