Fara í efni
Umræðan

Að rífa sig upp á rassgatinu

Er ekki tími til kominn að rífa sig upp á rassgatinu?

Þetta ætti að vera spurning sem handboltalið KA, þjálfarar og stjórnarmenn væru að spyrja sig að nú þegar lokasprettur liðsins á Íslandsmótinu er að hefjast. Fimm umferðir eftir hjá KA, en ÍR andar niður um hálsmálið hjá þeim 3 stigum neðar og eiga leik til góða.

Þórsarar eru komnir í 4 liða úrslitakeppni í 2. deild um sæti í efstu deild næsta vetur. Það er því mjög svo raunhæfur möguleiki að Akureyrarliðin skipti um deild, Þór fari upp og KA niður. Einnig gætu liðin tvö frá Akureyri bæði leikið í efstu deild að ári ef ÍR fellur og Þór fer upp. Væntanlega hafa KA menn ekki búist við þessu þegar mótið hófst í haust, en botninn datt gersamlega úr KA mönnum eftir tap liðsins í bikarkeppninni gegn Aftureldingu og ótímabærum fréttum af því að Jónatan Magnússon þjálfari liðsins yrði ekki með liðið næsta tímabil. KA mun þó vera í viðræðum við þjálfara frá Noregi sem hefur mikla reynslu af kvennabolta. En það mun væntanlega verða mikill titringur beggja vegna Glerár næstu vikurnar þegar úrslit ráðast í deildunum.

Þorleifur Ananíasson er KA-maður

Sókn Landsnets gegn hagsmunum Akureyringa

Ólafur Kjartansson skrifar
17. maí 2024 | kl. 12:00

Um raflínur og tryggingafélög

Inga Sigrún Atladóttir skrifar
15. maí 2024 | kl. 08:50

Fjórða læknaferðin endurgreidd

Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar
14. maí 2024 | kl. 17:00

Búum til börn

Ingibjörg Isaksen skrifar
12. maí 2024 | kl. 06:00

Akureyrarklíníkin

Friðbjörn Sigurðsson skrifar
11. maí 2024 | kl. 14:00

Blöndulína 3, jarðstrengsumræðan og framtíðin

Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar
30. apríl 2024 | kl. 10:10