Fara í efni
Skip dagsins

Fjórða heimsókn Norwegian Star í sumar

Skipið MS Maud verður á Akureyri í dag. Það var áður kennt við miðnætursólina - kallaðist þá MS Midnatsol - en heitir nú eftir þekktu skipi norska landkönnuðarins Roalds Amundsen sem hann sigldi í könn­un­ar­leiðöngr­um um Norðaust­ur­leiðina snemma á 20. öldinni, en komst reyndar ekki á Norður­pól­inn eins og hann ætlaði.

Tvö skemmtiferðaskip koma til hafnar á Akureyri fyrir hádegi í dag og sigla á brott í kvöld. Norwegian Star sækir fjörðinn fagra heim í fjórða skipti í sumar en Maud kemur nú í fyrsta skipti.

  • Maud – 530 farþegar, 75 í áhöfn – Tangabryggja – Koma 08:00 – Brottför 19.00 í dag
  • Norwegian Star – 2.244 farþegar, 1.031 í áhöfn – Oddeyrarbryggja – Koma 10.00 – Brottför 20.00

Skemmtiferðaskip í júlí

Upplýsingar birtar daglega í samstarfi við Hafnasamlag Norðurlands