Fara í efni
Skip dagsins

Fimm skip á Akureyri í dag – 6.100 farþegar

Costa Favolosa liggur við akkeri á Pollinum frá því um kl. 14.00 til 22.30 í dag.

Fimm skemmtiferðaskip verða á Akureyri í dag, þrjú við bryggju á Tanganum og eitt í Krossanesi. Það fimmta liggur við akkeri á Pollinum. Alls eru 6.100 farþegar um borð í skipunum fimm og 2.568 samtals í áhöfnum þeirra.

  • Azamara Journey – 676 farþegar, 400 í áhöfn – Tangabryggja – Koma 07:30 – Brottför 06.00 í fyrramálið, föstudagsmorgun
  • Viking Star – 930 farþegar, 545 í áhöfn – Oddeyrarbryggja – Koma 07.30 – Brottför 17.00
  • AIDAaura – 1.266 farþegar, 389 í áhöfn – Tangabryggja – Koma 08.00 – Brottför 18.00
  • Star Legend – 212 farþegar, 124 í áhöfn – Krossanes – Koma 08.30 – Brottför 19.00
  • Costa Favolosa – 3.016 farþegar, 1.110 í áhöfn – liggur við akkeri á Pollinum – Koma 14.00 – Brottför 22.30 

Skemmtiferðaskip í júlí

Upplýsingar birtar daglega í samstarfi við Hafnasamlag Norðurlands