Fara í efni
Minningargreinar

Sigþór Bjarnason – lífshlaupið

Sigþór Bjarnason, Dandi, fæddist 11. febrúar 1948 á Akureyri. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 22. júní 2023.

Foreldrar hans voru Magnea Sigríður Egilsdóttir, f. 10.8. 1917, d. 3.7. 2008, og Bjarni Sigurðsson, f. 28.12. 1919, d. 5.4. 2008. Systkini Sigþórs eru Ingibjörg, f. 19.2. 1949, Egill, f. 23.12. 1951, Þórdís, f. 8.4. 1953, og Sigurður, f. 7.7. 1957.

Sigþór kvæntist 26.3. 1970 Guðríði Elínu Bergvinsdóttur, f. 26.11. 1951. Foreldrar hennar eru Unnur Jósavinsdóttir, f. 26.9. 1932, og Bergvin Halldórsson, f. 10.7. 1932.

Synir Sigþórs og Guðríðar eru:

1) Sigurður Rúnar, f. 29.12. 1967, kvæntur Pálínu Austfjörð, f. 8.5. 1970. Synir þeirra eru: a) Bjarki, f. 23.11. 1992, sambýliskona Arney Ágústsdóttir, f. 5.6. 1990. Synir þeirra, Róbert Máni, f. 4.6. 2014, og Fannar Atli, f. 12.7. 2018. b) Einar, f. 19.11. 1996, sambýliskona Alexía María Gestsdóttir, f. 9.1. 1996. Sonur þeirra, Arnór Dan, f. 31.10. 2021. Sonur Alexíu, Gunnar Helgi, f. 30.3. 2016.

2) Sævar Örn, f. 10.11. 1969, d. 7.5. 2001.

3) Viðar Geir, f. 18.8. 1973, kvæntur Björgu Gunnarsdóttur, f. 18.5. 1979. Börn þeirra eru: a) Gunnar Egill, f. 10.8. 2001. b) Una Björk, 27.3. 2010.

4) Elmar Dan, f. 1.7. 1982, unnusta Bjarney Sigurðardóttir, f. 22.3. 1986. Dætur Elmars og fyrri eiginkonu, Eyrúnar Gígju Káradóttur, eru: a) Ronja Ýr, f. 10.11. 2004, unnusti Vilhelm Ottó Biering Ottósson, f. 20.5. 2002. b) Alís Janey, f. 11.11. 2007. c) Sigyn, f. 24.9. 2010.

Sigþór ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Þórdísi Stefánsdóttur og Sigurði Einarssyni, í Lundargötu 8 og bjó hann alla sína tíð á Akureyri. Hann fór ungur til sjós en árið 1969 hóf hann störf hjá Fatagerðinni Burkna og í framhaldinu hjá JMJ Herradeild þar sem hann starfaði til loka árs 2016.

Hann var mikill fjölskyldumaður og hafði brennandi áhuga á öllu sem viðkom afkomendum sínum. Hann var mjög félagslyndur og ef hann þekkti ekki fólk þá lagði hann sig fram um að kynnast því. Einnig hafði hann mikinn áhuga á ferðalögum innanlands sem utan.

Útför Sigþórs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 6. júlí 2023, klukkan 13.

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00