Fara í efni
Minningargreinar

Rósa Antonsdóttir

Elsku Rósa mín.

Það sem ég var heppin að fá þig fyrir tengdamömmu, ég var ekki nema 17 ára þegar ég fór að venja komur mínar í Grenivellina til ykkar. Ég held að það sé í eina skiptið sem ég hef fengið frá þér illt auga var þegar við Doddi bárum sængina hans út og hann sagðist ætla búa hjá mér. Ég var að stela litla drengnum þínum, en þú varst fljót að jafna þig og höfum við verið bestu vinkonur síðan. Ég eignaðist auka mömmu sem hefur verið og mun alltaf vera ein af mikilvægustu konum og fyrirmyndum í lífi mínu. Hlýja þín og einlægur áhugi á öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur hefur verið ómetanlegur styrkur og mun ég alltaf búa að því. Þú ert mesta hörkutól sem ég hef kynnst það er alveg sama hvað hefur bjátað á þú varst alltaf jákvæð og bjartsýn og lést ekkert stoppa þig. Þú komst eins fram við alla sama hvort það var forstjóri eða kerrutæknir allir fengu frá þér sama viðmót og þú tókst öllum opnum örmum.

Börnin mín hafa verið svo heppin að eiga ömmu sem alltaf hafði tíma til að gefa þeim, spila við þau, lesa með þeim og fíflast með þeim endalaust. Það eru ófáar stundirnar sem þau hafa varið hjá ömmu og afa í Lindarsíðu og yfirleitt heyrast hlátrasköllin út á götu og ég held að þú hafir skemmt þér mest. Þau eiga eftir að sakna þess að skamma þig fyrir að svindla á þeim í spilum, hringja í þau og gera símaat og grínast með þeim. Við eigum eftir að sakna hlýju þinnar og visku og þess einlæga áhuga sem þú hefur allt sýnt þínu fólki og reyndar bara öllum ef út í það er farið. Við elskum þig og þú okkur, það elskuðu þig reyndar allir sem voru svo heppnir að kynnast þér. Það verður erfitt að fylla það skarð sem þú skilur eftir en við munum halda minningu þinni á lofti svo lengi sem við lifum.

Nú kaupi ég mér stjörnupopp og hugsa til þín elsku Rósa.

Kveðja,

Anna Dögg

Tony Byrne

Arngrímur B. Jóhannsson skrifar
04. október 2024 | kl. 21:00

Sigmundur Þórisson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
04. október 2024 | kl. 06:00

Ásta Þórunn Þráinsdóttir

Gunnlaugur Þráinsson skrifar
13. september 2024 | kl. 17:00

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01

Petra Benedikta Kristjánsdóttir

Vilhjálmur Geir Kristjánsson skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 06:01