Fara í efni
Minningargreinar

Jón Sigurpáll Hansen – lífshlaupið

Jón Sigurpáll Hansen fæddist á Akureyri 28. júní 1958. Hann lést á heimili sínu 25. desember 2022. Móðir hans var Dagmar Steinunn Arngrímsdóttir, f. 17. desember 1925, d. 13. maí 2021.

Systkini hans voru Bragi Sigmar Heiðberg, f. 31. mars 1944, d. 25. október 2021, og Erna Björk Friðriksdóttir, f. 4. janúar 1951.

Eftirlifandi eiginkona Jóns er Birgitta Svandís Reinaldsdóttir, f. 29. júní 1957. Sonur þeirra er Árni Freyr, f. 1991, kona hans er Guðný Sara Birgisdóttir, f. 1993.

Jón bjó alla tíð í innbæ Akureyrar og reisti þar sér hús. Hann byrjaði ungur að vinna í sveit og síðar við ýmiss konar vélavinnu. Stærstan hluta starfsævi sinnar vann hann fyrir Akureyrarbæ við ýmis störf, síðast sem verkstjóri gatnamála bæjarins til lengri tíma. Jón var félagslyndur og sat aldrei auðum höndum. Hann hafði unun af því að ferðast og fara á skauta, spila krullu og síðar golf með góðum vinum. Jón var virkur meðlimur Oddfellowreglunnar á Akureyri og hafði gaman af því starfi, sem og að spila bridge við félaga sína úr reglunni.

Útför Jóns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 13. janúar, klukkan 13.00.

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00