Fara í efni
Minningargreinar

Jón Sigurpáll Hansen

Mikilvægt er hverju sveitarfélagi að hafa á að skipa fólki sem gengur af einurð og dug til sinna daglegu verka, er ósérhlífið, tryggt og traust. Þannig var Jón Hansen. Hann starfaði fyrir Akureyrarbæ í hartnær 40 ár og var vakinn og sofinn yfir störfum sínum.

Jón lét það ávallt hafa algjöran forgang að tryggja sem besta þjónustu við bæjarbúa. Hann hafði meðal annars verið yfirverkstjóri í áhaldahúsi bæjarins og var bæjarverkstjóri þegar ótímabært kallið kom. Jónsi var hæglátur og barst ekki mikið á. Hann hafði engin óþarfa orð um hlutina en fáum hef ég kynnst sem voru jafn hreinskiptnir og blátt áfram. Hann sagði sínar skoðanir ávallt umbúðalaust. Það kunni ég vel að meta í fari hans.

Jónsi var Innbæingur í húð og hár. Eins og sönnum Innbæingi sæmir þá var hann liðtækur íshokkímaður á sínum yngri árum, keppti síðar í krullu og var mikill stuðningsmaður Skautafélags Akureyrar alla tíð.

Það er sárt að sjá á eftir mönnum í blóma lífsins og brotthvarf Jóns Hansen kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég er þakklát fyrir þau kynni sem ég hafði af þessum ljúfa heiðursmanni, þakka honum góð störf í þágu Akureyrarbæjar og votta fjölskyldu hans, vinum og aðstandendum mína dýpstu samúð.

Ásthildur Sturludóttir

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00