Fara í efni
Minningargreinar

Jón Laxdal Halldórsson

Ég vil með nokkr­um orðum minn­ast Jóns Lax­dals, eins af mín­um upp­á­halds­lista­mönn­um. Ég man fyrst eft­ir hon­um í galle­rí­inu hjá mömmu, Þóreyju Eyþórs­dótt­ur, þar sem hann var með verk og muni til sölu og á ég enn eyrna­lokk­ana og önn­ur verk eft­ir hann frá þess­um tíma. Ég heillaðist strax af lista­verk­um Jóns sem veittu mér inn­blást­ur en ég nota sjálf texta í mín­um verk­um. Eft­ir að ég fór að vinna með göm­ul dag­blöð og tíma­rit frá sveit­inni þar sem amma mín og afi bjuggu varð inn­blástur­inn enn greini­legri. Mér fannst mik­ill heiður þegar hann kom á sýn­ingu mína sl. maí og ég varð hálf­feim­in við að sýna hon­um verk­in mín, sem mörg hver eru und­ir áhrif­um frá hon­um.

Jón var að mínu mati með merki­legri lista­mönn­um þjóðar­inn­ar, verk hans búa yfir næmni, húm­or og skarp­skyggni á sama tíma og þau eru fal­leg og vönduð. Fram­lag Jóns til ís­lenskr­ar mynd­list­ar er veiga­mikið og dýr­mætt. Það var ein­stakt að koma í Freyju­lund, lista­verk upp um alla veggi og gólf þar sem vinnu­stofa og heim­ili rann sam­an í hríf­andi og and­rík­an heim. Það hrygg­ir mig að kveðja hann, ég hefði gjarn­an viljað kynn­ast hon­um bet­ur en ég þekkti hann aðallega í gegn­um list­sköp­un hans. Ég votta fjöl­skyldu og aðstand­end­um Jóns inni­lega samúð mína.

Þuríður Helga Kristjáns­dótt­ir

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00