Fara í efni
Minningargreinar

Haraldur Ólafsson

Það var fátt betra en að fara til afa og fá sér ís eða bleika glassúrtertu, alltaf var nóg til af því. Afi tók vel á móti öllum. Ég man þegar við bjuggum í Kópavogi og komum norður til þess að spila á N1 mótinu, að allt liðið mitt fór í heimsókn til afa og fékk íspinna. Hann var svo ánægður með heimsóknina, því þannig var hann. Þórir vinur minn var einnig farinn að koma með mér til afa. Margoft fékk ég spurningu frá honum hvort við ættum ekki að kíkja í glassúrtertu til afa enda afi farinn að taka honum eins og eigin afabarni. Ég kíkti líka oft í heimsókn á leiðinni á æfingu og við áttum góða stund saman, í notalegu spjalli eða að horfa saman á íþróttir í sjónvarpinu.

Elsku besti afi Halli, ég mun sakna þín alla daga og minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu.

Hvíldu í friði, elsku afi.

Arnar Elí.

 

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00