Fara í efni
Minningargreinar

Halla Sólveig Sigurgeirsdóttir

Solla tengda­móðir mín var með ein­stak­lega góða og nota­lega nær­veru. Öllum leið vel í kring­um hana og ég man ekki eft­ir því að hún hafi nokk­urn tím­ann skipt skapi, hvað sem gekk á eða jafn­vel þótt húsið hafi oft verið fullt af fólki, full­orðnum jafnt sem börn­um. Þegar ég og Inga Lind vor­um að kynn­ast fann ég strax fyr­ir því hjá til­von­andi tengda­for­eldr­um mín­um að ég væri vel­kom­inn, þessa hlýju og vænt­umþykju. Það var líka sér­stak­lega gott að koma norður til Sollu og Vals í Sunnu­hlíðina, en ann­arri eins gest­risni hef ég ekki kynnst. Eig­in­lega var boðið upp á veislu­borð í hvert mál, sama hvort það voru bara við Inga Lind í heim­sókn með strák­ana okk­ar eða öll systkin­in með öll sín börn. Maður fann alltaf fyr­ir ást og hlýju, vissi að maður væri vel­kom­inn, og yf­ir­leitt var búið að fylla ís­skáp­ana með ein­hverju sem ég hafði minnst á í fram­hjá­hlaupi að mér þætti gott, jafn­vel mörg­um árum áður. Solla elskaði börn­in sín og barna­börn­in svo mikið að það var nán­ast áþreif­an­legt. Ég hef und­an­farna daga hugsað um að lífið sé stund­um óskilj­an­legt og ósann­gjarnt, en ég ætla frek­ar að hafa þessa skil­yrðis­lausu ást Sollu sem fyr­ir­mynd í mínu lífi.

Magnús Ágústs­son

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00