Fara í efni
Minningargreinar

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Í dag kveðjum við reglubróður og góðan vin, Gunnar J. Gunnarsson sem lést á Heilbrigðisstofnunni Hlíð þann 30. mars s.l. Gunnar vígðist inn í Alþjóða Samfrímúrararegluna LE DROIT HUMAIN og st .∙. Gimli nr. 853 þann 21. mars 1990. Hann var einn af stofnfélögum st .∙. Austra nr. 1768 sem var stofnuð árið 2002. Hann var einn af styrkustu máttarstólpum hennar og vann af áhuga og dugnaði að uppbyggingu frímúrarastarfsins í stúkunni. Gunnari voru falin mörg trúnaðarstörf innan Reglunnar sem hann ræktaði af krafti og eldmóð. Þennan eldmóð nýtti Gunnar sér í þeim tilgangi að lifa og starfa eftir kenningum Reglunnar m.a. virða mannréttindi, frelsi til trúarbragðaskoðana, jafnrétti kynjanna og umburðalyndi til allra manna. Gunnari var vel ljóst að mannræktarstarf er stöðug viðleitni, það var hans hugsjón sem hann lifði eftir.

Gunnar var afar vel lesinn, stálminnugur og mjög vel að sér í siðakerfi og sögu Reglunnar og nutum við góðs af þeirri þekkingu hans. Hann naut þess heiðurs að vera heiðursmeistari í st .∙. Austra nr. 1768.

Að leiðarlokum þökkum við Gunnari af alhug allt hans góða starf í þágu Alþjóða Samfrímúrarareglunnar á Akureyri.

Við kveðjum Gunnar með virðingu og þökk og ástvinum hans vottum við dýpstu samúð.

Fyrir hönd Alþjóða Samfrímúrarareglunnar á Akureyri.

Freyja Rögnvaldsdóttir

Margrét Guðmundsdóttir

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00

Sigurður Hermannsson

Elín Lýðsdóttir skrifar
07. maí 2024 | kl. 06:00

Sigurður Hermannsson

Sigrún Björk Jakobsdóttir og Hjördís Þórhallsdóttir skrifa
07. maí 2024 | kl. 06:00

Sigurður Hermannsson

Íþróttafélagið Þór skrifar
07. maí 2024 | kl. 06:00

Einar Valmundsson

Hermann Örn Ingólfsson skrifar
06. maí 2024 | kl. 06:00