Fara í efni
Minningargreinar

Björg Finnbogadóttir

Margar minningar um kæra vinkonu, Björgu (Bellu) Finnbogadóttur, flugu í gegnum hugann þegar tilkynning um andlát hennar barst mér til eyrna.

Fyrstu kynni mín af Bellu var eftir skíðamót í Hlíðarfjalli er hún bauð skíðakrökkum frá Húsavík og fleiri stöðum í kakó og kökur á heimili sitt í Kotárgerði á Akureyri. Síðar urðum við nágrannar í Kotárgerði og bættist þá við fjöldi spjallstunda og heimsókna í kaffi og kruðerí.

Bella var góð skíðakona og virkilega áhugasöm um allt sem tengdist skíðaíþróttinni. Börn hennar og barnabörn hafa unnið til afreka á skíðum og var hún ávallt til staðar á skíðamótum í Hlíðarfjalli og fylgdist vel með árangri skíðafólks um allt land. Ef á móti blés á skíðamótum átti hún það til að taka mann tali á milli ferða og segja nokkur hvatningarorð.

Minnisstæð er æfingaferð skíðakrakka frá Akureyri til Geilo í Noregi í kringum 1980. Bella var fararstjóri í þeirri ferð þótt hennar börn eða nákomnir henni væru ekki með í för. Bella var yndisleg í þeirri ferð sem öðrum, hélt vel utan um hópinn og sinnti öllum eins og um hennar eigin börn væri að ræða. Hún hafði lag á að vekja gleði og samheldni í hópnum. Skíðahreyfingin á Íslandi naut velvilja, áhuga og starfa Bellu á allan hátt langt út fyrir það sem hægt er að ætlast til og er alls ekki sjálfgefið.

Í fyrrasumar hittumst við á golfvellinum að Jaðri og við það tækifæri kom ekki annað til greina en að við létum smella af okkur mynd saman. Þá var farið vel yfir hvað krakkarnir mínir væru að gera og hvernig allt gengi. Áhugi hennar á ungu fólki og umhyggja fyrir velgengni þess lýsti sér vel í spjalli okkar við golfskálann að Jaðri.

Nú er komið að kveðjustund með þakklæti og virðingu fyrir dýrmæt kynni. Hvíl í friði kæra vinkona. Innilegar samúðarkveðjur til Þorsteins, Margrétar og Finnboga og allra aðstandenda.

Bjarni Th. Bjarnason

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00