Fara í efni
Minningargreinar

Bára Jakobsdóttir Ólsen – lífshlaupið

Bára Jakobsdóttir Olsen fæddist á Akureyri 28. júní 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð Akureyri, 25. ágúst 2023.

Foreldrar Báru voru Jakob Valdemar Björnsson Olsen, málarameistari f. 4. nóv. 1897 d. 14. feb. 1978 og Guðbjörg Pétursdóttir f. 30. ágúst 1899 d. 31. ágúst 1988.

Systkini Báru eru Ásta Sólveig f. 10. sept. 1922 d. 17. ágúst 2007, Björn f. 27. jan. 1930 og Petrína Ingibjörg f. 6. júní 1933 d. 29. júlí 1933.

Eiginmaður Báru frá 30. ágúst 1949 var Hrafn Sveinbjörnsson bifvélavirkjameistari f. 12. maí 1928 d. 21. sept. 1997

Börn þeirra eru:

1) Sigrún Sveinbjörg f. 6. ágúst 1947, maki Gylfi Már Jónsson f. 8. júní 1947. Þau eiga þrjú börn

2) Óskírð stúlka f. 6. ágúst 1947 d. 8. ágúst 1947.

3) Guðbjörg Inga f. 11. jan. 1949, fyrrum maki Vilhelm V. Steindórsson f. 22. feb. 1948 d. 5. sept. 2018. Þau eiga fjögur börn.

4) Rósa Hrönn f. 3. des. 1951, maki Erlingur Óskarsson f. 16. júní 1948. Þau eiga þrjú börn

5) Arna f. 2. feb. 1957, fyrrum maki Ásgeir Arngrímsson f. 5. okt. 1954 d. 8. des. 1998. Synir þeirra eru þrír. Núverandi sambýlismaður er Sigfús Ólafur Helgason f. 29. sept. 1963.

6) Edda, f. 18. okt. 1958, fyrrum maki Þorsteinn Ingvarsson f. 8. júlí 1957. Synir þeirra eru tveir.

7) Harpa f. 9. ágúst 1960, maki Ásbjörn Á. Valgeirsson f. 19. mars 1958. Börn þeirra eru fimm.

8) Hrafn Hrafnsson f. 28. júní 1962, sambýliskona Áslaug Hildur Harðardóttir f. 9. mars 1965. Þau eiga eina dóttur

9) Þóra Jakobína f. 4. ágúst 1965, fyrrum maki Jón Á. Þorvaldsson f. 14. ágúst 1964. Þau eiga tvö börn.

Bára og Hrafn eiga samtals 81 afkomendur, 80 þeirra eru á lífi.

Bára bjó allt sitt líf á Akureyri, hún gekk í Barnaskóla Akureyrar og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Bára vann hin ýmsu störf á Akureyri meðfram húsmóðurstarfi á stóru heimili.

Bára var virkur félagi í Oddfellowreglunni

Jarðarför Báru verður í Akureyrarkirkju í dag miðvikudaginn 6. sept. kl 13.00.

Árni Björn Árnason

Juan Ramón skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Höskuldur Þórhallsson skrifar
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Tinna og Telma skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Árni Björn Árnason

Steinunn Glóey, Fanney Björg og Þórhallur Árni skrifa
10. maí 2024 | kl. 12:30

Sigurður Hermannsson

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
07. maí 2024 | kl. 11:00