Fara í efni
Menning

„Skemmtilegt, ljúft, lítið ævintýri“

Fyrirtaks fjölskyldusýning, segir Aðalsteinn Bergdal leikari, í pistli um Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit, sem Freyvangsleikhúsið frumsýndi fyrir helgi. „Skemmtilegt, ljúft, lítið ævintýri. Allt gengur upp í sýningunni og allt fer vel að lokum,“ segir hann meðal annars.

„Leikarar og aðstandendur sýningarinnar standa sig allir með prýði, og hefur leikstjóri og höfundur örugglega ætlað sér að búa til mjúka, sæta sýningu þar sem áhorfandanum finnst hann vera ögn betri manneskja þegar hann yfirgefur leikhúsið. Þetta hefur Jóhönnu [Sigurbjörgu Ingólfsdóttur, höfundi og leikstjóra] tekist.“

Smellið hér til að lesa pistil Aðalsteins Bergdal