Menning
Marta sérfræðingur í ráðuneyti menningar
19.03.2024 kl. 11:41
Marta Nordal, sem hættir í vor sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið ráðin sérfræðingur í sviðslistum í ráðuneyti menningar og viðskipta. Um er að ræða nýtt starf í ráðuneytinu.
„Ég er mjög spennt að takast á við nýtt verkefni og starfa í þágu sviðslista á breiðari grunni. Mörg stór mál sem eru framundan eins og sviðslistastefna og stofnun þjóðaróperu sem gaman verður að koma að. Vona að ég geti látið gott af mér leiða,“ sagði Marta við Akureyri.net í morgun.
Marta hefur verið við stjórnvölinn hjá Leikfélagi Akureyrar í sex ár.