Fara í efni
Menning

Ensemble Elegos flytur snemmbarokktónlist

Fyrstu tónleikar upprunaflutningshópsins Ensemble Elegos á Íslandi verða í Akureyrarkirkju þann 14. maí kl. 20:00. Að þessu sinni er efnisskráin helguð þremur ítölskum tónskáldum 17. aldarinnar, þeim Claudio Monteverdi, Francesco Cavalli og Barböru Strozzi.
 
Í tilkynningu segir: Í blábyrjun 17. aldar urðu verk Monteverdis uppspretta ritdeilna vegna djarfrar notkunar á ómstríðum tónum. Einn nemenda Monteverdis var óperutónskáldið Francesco Cavalli, sem naut mikilla vinsælda í Feneyjum um miðja 17. öld, en sum verka hans voru einnig flutt í París á æskuárum Lúðvíks fjórtánda. Cavalli kenndi svo feneysku söngkonunni Barböru Strozzi, sem hóf feril sinn 16 ára gömul á stofutónleikum í húsi fósturföður síns og tók síðar virkan þátt í fundum menntamannahópsins sem hann stofnaði, Accademia degli Unisoni. Á tónleikunum hljóma verk eftir þessi þrjú tónskáld og við leitumst við að rannsaka hvernig tónlistarstefna berst frá kennara til nemanda en breytist einnig með hverju nýju tónskáldi. Miðaverð er 3.500 kr.
Ensemble Elegos:
  • Enrico Busia tenór
  • Sólveig Thoroddsen barokkharpa
  • Sergio Coto Blanco teorba og barokkgítar
Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði.