Fara í efni
Mannlíf

Í Fjallið – í fjúki jafnt sem fallegri veðrum

Þegar vetraði, og það klikkaði raunar aldrei í Eyjafirði æsku minnar, voru skíðin tekin niður af háaloftinu í bílskúrnum. En þangað fóru þau ekki upp á ný fyrr en birkið byrjaði að bruma, sem var ótvírætt merki sumars.

Þannig hefst 26. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og sjónvarpsmanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

Sigmundur heldur áfram:

Þannig lágu þær saman, árstíðirnar tvær, kenndar við kulda og hita, og ekki fleirum til að dreifa í dalnum langa sem ristir eyjuna inn að miðju landsins.

Smellið hér til að sjá pistil Sigmundar Ernis