Fara í efni
Íþróttir

Tveir áhugaverðir leikir í Boganum í dag

Rafael Victor leikmaður Þórs og Hulda Ósk Jónsdóttir leikmaður Þórs/KA verða væntanlega bæði á ferð í Boganum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Tveir spennandi knattspyrnuleikir eru á dagskrá í Boganum á þessum fallega laugardegi. 

  • 16.15 Þór – KR, Lengjubikarkeppni karla

Þór og KR eru efst og jöfn í 3. riðli A-deildar keppninnar. Bæði hafa unnið alla þrjá leikina til þessa. Þór vann bæði Stjörnuna og Njarðvík 5:1 og síðan HK 2:0 í síðasta leik. KR hefur unnið HK 3:2, Fjölni 6:1 og loks Njarðvík 3:1.

Þjálfari KR er Gregg Ryder, sem stýrði Þórsliðinu sumarið 2019 og með liðinu leika tveir Þórsarar Atli Sigurjónsson og Aron Kristófer Sigurðsson.

  • 18.15 Þór/KA – Þróttur, Lengjubikarkeppni kvenna

Þetta er þriðji leikur Þórs/KA í Lengjubikarkeppninni í ár. Liðið vann tvo fyrstu leikina, burstaði fyrst ÍBV 7:0 á útivelli og síðan Víking 5:0 í Boganum. Þróttur hefur einnig lokið tveimur leikjum; tapaði 5:2 fyrir FH og gerði 1:1 jafntefli við Stjörnuna.