Fara í efni
Fréttir

Eyjólfur Guðmundsson íhugar forsetaframboð

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Myndin er tekin þegar forsetinn var heiðursgestur á Háskólahátíð HA á síðasta ári. Mynd af vef skólans.

Eyj­ólf­ur Guðmunds­son, frá­far­andi rektor Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, íhug­ar fram­boð til embætt­is for­seta Íslands. Þetta staðfest­ir hann í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að því er segir á vef blaðsins, mbl.is.

„Ég er ein­fald­lega að íhuga þetta á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Eyj­ólf­ur og ít­rek­ar að eng­ar ákv­arðanir hafi verið tekn­ar. Á mbl.is segir Eyjólfur að þetta sé ákvörðun sem þurfi að skoða frá ýms­um sjón­ar­horn­um, til að mynda út frá því „hvaða er­indi maður tel­ur sig eiga og af hverju“.