Fara í efni
Fréttir

Bergið Headspace opnar miðstöð á Akureyri

Erla Lind Friðrksdóttir verður ráðgjafi Bergsins Headspace á Akureyri. Mynd: Facebook

Bergið Headspace mun opna miðstöð á Akureyri 2. apríl næstkomandi. Bergið hefur verið starfrækt í Reykjavík frá árinu 2019, en það er úrræði fyrir ungt fólk til þess að koma og fá ráðgjöf, nærveru og spjall. Erla Lind Friðriksdóttir verður ráðgjafi Bergsins á Akureyri og það verður staðsett í Virkinu, Skólastíg (Íþróttahöll Akureyrar). 

Bergið Headspace er stofnað að erlendri fyrirmynd, en sérstaklega leit Sigurþóra Bergsdóttir, stofnandinn á Íslandi, til Danmerkur og Ástralíu, þar sem svipað úrræði er í boði. Sigurþóra missti son sinn, Berg Snæ, árið 2016, en hann framdi sjálfsvíg aðeins 19 ára gamall eftir að kærumál vegna kynferðisofbeldis sem hann varð fyrir var fellt niður. Sigurþóra opnaði Bergið á dánardegi hans, þremur árum eftir fráfallið. 

„Hérna getur þú komið til þess að fá lánaða dómgreind og fengið að tala við einhvern sem hlustar. Einhvern sem dæmir þig ekki.“ - Tilvitnun í myndband á heimasíðu Bergsins

Hægt er að bóka tíma í gegnum heimasíðuna eða senda tölvupóst á erla@bergid.is