Fara í efni
Umræðan

Venezia fær Aron Inga að láni og á forkaupsrétt

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór hefur lánað knattspyrnumanninn unga Aron Inga Magnússon í eitt ár til ítalska félagsins Venezia frá Feneyjum skv. heimildum Akureyri.net. Skrifað var undir samning þess efnis fyrr í dag. Á lánstímanum á ítalska félagið forkaupsrétt að leikmanninum. 

Aron Ingi, sem er miðjumaður, verður ára 18 í september. Hann kom við sögu í níu leikjum Þórs í Lengjudeildinni í fyrrasumar, þá aðeins 16 ára, og hefur tekið þátt í átta deildarleikjum í sumar og gert eitt mark, gegn HK á útivelli. 

Vika er síðan ítalska félagið falaðist eftir því að fá Aron Inga að láni. Hann leikur með Þór gegn Kórdrengjum í Reykjavík í kvöld og heldur til Ítalíu á morgun.

Samningurinn Þórs og Venezia er sambærilegur þeim sem þau gerðu um bakvörðinn Jakob Franz Pálsson fyrir nokkrum misserum. Svo fór að ítalska félagið keypti Jakob Franz.

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45