Fara í efni
Umræðan

Tvö mörk í lokin og Þórsarar náðu í þrjú stig

Marki fagnað í sumar! Frá vinstri, Aron Ingi Magnússon, sem lék í kvöld í síðasta skipti með Þór a.m.k. í bili, Harley Willard, sem gerði tvö mörk úr víti í kvöld, Ásgeir Marinó Baldvinsson (sem var reyndar ekki með) og Bjarni Guðjón Brynjólfsson, sem gerði annað mark Þórs í leiknum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar náðu sér í þrjú gríðarlega mikilvæg stig í kvöld með 4:2 sigri á Kórdrengjum í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins.

Liðin mættust í hörkuleik á Framvellinum í Safamýri. Harley Willard kom Þór yfir með marki úr vítaspyrnu þegar 17 mínútur voru liðnar, eftir að brotið var á Alexander Þorlákssyni, og staðan var 1:0 í hálfleik. Kórdrengir fengu eitt mjög gott færi fljótlega eftir markið en Aron Birkir Stefánsson varði frábærlega.

Heimamenn jöfnuðu strax í byrjun seinni hálfleiks, Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom Þór yfir á ný með góðu skoti eftir að markmaður Kórdrengja sló boltann út í teig eftir fyrirgjöf en aftur jöfnuðu gestgjafarnir; staðan var orðin 2:2 þegar 18 mín. voru liðnar af seinni hálfleik.

Þórsarar gerðu svo tvö mörk á lokamínútunum. Fyrst skoraði Harley Willard öðru sinni úr víti á 84. eftir að aftur var brotið á Alexander Þorlákssyni í skotfæri og Kristófer Kristjánsson gulltryggði sigurinn þegar hann skoraði eftir sannkallað hraðauphlaup er komið var fram í uppbótartíma. Kórdrengir fengu hornspyrnu, þeir mættu allir inn á vítateig Þórs að markverðinum undanskildum til að freista þess að jafna en Þórsarar snéru vörn í sókn og skoruðu.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15