Fara í efni
Umræðan

Truflaði Rafael Victor markvörðinn? – MYNDIR

Hef'ann ... ekki! Viktor Freyr Sigurðsson markvörður Leiknis missti boltann í markið eftir fyrirgjöf Jóns Jökuls Hjaltasonar á 81. mínútu. Rafael Victor var talinn í rangstöðu þegar boltanum var spyrnt fyrir markið og úrskurður dómaranna var að hann hafi truflað markvörðinn. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu 2:1 fyrir Leikni á heimavelli í gær í næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Lengjudeildinni.

Þegar staðan var 1:1 og um það bil 10 mínútur eftir töldu Þórsarar sig hafa náð forystu; varamaðurinn Jón Jökull sendi fyrir markið utan af hægri kanti, Viktor Freyr markvörður Leiknis hugðist grípa boltann en missti hann ótrúlega klaufalega í netið. 

Þórsarar fögnuðu en seint og um síðir fór flagg aðstoðardómarans á loft eftir að þeir dómarinn höfðu rætt saman í gegnum rafrænan samskiptabúnað; aðstoðardómarinn sagði Rafael Victor hafa verið í rangstöðu þegar boltinn var sendur fyrir markið og dómararnir töldu framherjann hafa truflað markvörðinn.

Rafael var töluvert frá markverðinum þegar hann hoppaði og fyrst og fremst var þetta slakt hjá Leiknismanninum. 

Rétt er að geta þess að Rafael snerti ekki boltann.

Afar svekkjandi fyrir Þórsara og þarna sluppu gestirnir sannarlega með skrekkinn.

Umfjöllun um leikinn í gær

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. desember 2025 | kl. 17:30

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30