Fara í efni
Umræðan

Þrjár KA-stelpur í liði ársins og Mateo þjálfari

Þrír leikmenn KA eru í úrvalsliði efstu deildar kvenna í blaki Blaksamband Íslands gaf út á dögunum og þjálfari liðsins var valinn Mateo Castrillo, þjálfari KA. Frá þessu var greint á vef KA .

„Tea Andric var stigahæsti leikmaður deildarinnar og er hún að sjálfsögðu á sínum stað í stöðu kantsmassara. Jóna Margrét Arnarsdóttir er uppspilari liðsins og þá er Valdís Kapitola Þorvarðardóttir libero úrvalsliðsins,“ segir á KA-síðunni.

„Þá var Sævar Már Guðmundsson fyrrum leikmaður KA valinn besti dómari ársins fimmta skiptið í röð en hann hefur hlotið útnefninguna nú alls 13 sinnum.“

KA-stelpurnar urðu bikarmeistarar í vetur, einnig deildarmeistarar og standa nú með pálmann í höndunum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þær hafa unnið Aftureldingu í tvígang en þrjá sigra þarf til að verða Íslandsmeistari. Þriðji leikur liðanna verður í KA-heimilinu á þriðjudaginn kemur.

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00