Fara í efni
Umræðan

Sólstöðuhátíð haldin í Grímsey í vikunni

Grímsey. Ljósmynd: Gyða Henningsdóttir.

Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðum dagana 17. til 20. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Dagskrá hátíðarinnar er birt á vef Akureyrarbæjar.

Fimmtudagur 17. júní

  • 20.30 Tónleikar á veitingastaðnum Kríunni

Föstudagur 18. júní

  • 15.00 Dorgveiðikeppni barna (börn undir 10 ára í fylgd með fullorðnum)
  • 19.00 Tapaskvöld á Kríunni (borðapantanir í síma 8982058)
  • 21.00 Kvöldsigling í kringum Grímsey
  • 22.30 Ganga á heimskautsbaug
  • 23.00 Tónleikar á baugnum

Laugardagur 19. júní

  • 11.30 Fjölskylduratleikur við Kríuna (börn undir 10 ára í fylgd með fullorðnum)
  • 14.00 Kakóserimonia við Bakkakarlinn
  • 18.00 Sjávarréttakvöld Kvenfélagsins Baugs
  • 20.00 Barnaball í Múla
  • 21.00 Dansleikur í Múla

Sunnudagur 20. júní

  • 12.00 Ganga með leiðsögn frá bryggju
  • 20.00 Varðeldur og söngur á Borgartúni

Tekið er fram að viðburðir sem haldnir eru utandyra séu háðir veðri.

Afgreiðslutímar og þjónusta er sem hér segir:

  • Verslunin er opin alla daga á milli klukkan 15.00 og 16.00.
  • Veitingastaðurinn Krían: föstudag 12.00 til 23.00, laugardag 12.00 til 17.00, sunnudag 12.00 til 21.00
  • Pylsuvagninn: Föstudag og laugardag 12.00 til 17.00, sunnudag 12.00 til 21.00
  • Sundlaugin: Föstudag 18.00 til 19.30, laugardag 13.00 til 16.00, sunnudag 13.00 til 15.00
  • Gallleríið: Opið á meðan ferjan stoppar

Frítt er á alla viðburði nema Tapaskvöldið á Kríunni, sjávarréttakvöld Kvenfélagsins og ballið.

Leiksvæði fyrir börnin alla daga.

Ferjan Sæfari siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm daga vikunnar og Norlandair flýgur milli Akureyrar og Grímseyjar þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga.

Nánar upplýsingar hér um Grímsey.

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00