Fara í efni
Umræðan

Sigur á Ármanni – Þór mætir Álftanesi í kvöld

Emma Karólína Snæbjarnardóttir, sem er aðeins 14 ára, skorar í leiknum gegn Ármanni. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Kvennalið Þórs í körfubolta hóf leik í næst efstu deild Íslandsmótsins á miðvikudagskvöldið með sigri á Ármanni. Liðin mætust í Höllinni á Akureyri og lokatölur voru 63:58.

Emma Karólína Snæbjarnardóttir, sem er aðeins 14 ára (og 127 daga, þegar leikurinn fór fram) kom, sá og sigraði; gerði 10 stig, tók níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Emma var með 19 framlagsstig, flest allra leikmanna Þórs. 

Á heimasíðu Þórs segir að fyrirfram hafi verið búist við erfiðum róðri Þórsara því lið Ármanns sé af flestum talið sterkasta lið deildarinnar, auk þess sem Evu Wium hafi vantað í lið Þórs og Karen Lind hafi meiðst snemma um miðjan fyrri hálfleik.

Nánar umfjöllun má sjá hér á heimasíðu Þórs

Strákarnir á Álftanesi í kvöld

Karlalið Þórs hefur svo leik á Íslandsmótinu í kvöld þegar það mætir Álftanesi á útivelli, einnig í næst efstu deild. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum frá síðasta tímabili. Auk erlendu leikmannanna sem voru á mála hjá Þór eru þessir horfnir á braut: Dúi Þór Jónsson fór í Álftanes, Ólafur Snær Eyjólfsson í Breiðablik og Ragnar Ágústsson í Tindastól. Þá hætti þjálfarinn Bjarki Ármann Oddsson með liðið ásamt aðstoðarmönnum.

Fram kemur á heimasíðu Þórs að í liðinu séu þrír nýir erlendir leikmenn: Tarojae Brake sem er bandarískur leikstjórnandi, framherjinn Toni Cutuk frá Króatíu og framherjinn Zak Harris frá Svíþjóð.

Óskar Þór Þorsteinsson er nýráðinn þjálfari en hann hafði um árabil þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni og var aðstoðarþjálfari hjá Álftanesi síðustu tvö tímabil.

Nánar hér um karlaliðið á heimasíðu Þórs.

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45