Fara í efni
Umræðan

Síðasti heimaleikur Þórsara á árinu

Halldór Yngvi Jónsson á flugi í bikarleik Þórs gegn Aftureldingu á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar taka á móti ungmennaliði Selfoss í Íþróttahöllinni í kvöld í Grill66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn hefst klukkan 19.30.

Þetta er síðasti heimaleikur Þórsliðsins á þessu ári. Strákarnir mæta næst ungmennaliði Vals í Reykavík á laugardag eftir viku og leika síðan gegn Fjölni í Grafarvogi föstudaginn 16. desember. Eftir það verður gert hlé á keppni og í fyrsta leik eftir áramót fá Þórsarar lið Kórdrengja í heimsókn 20. janúar.

Þórsliðið er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með sjö stig eftir átta leiki en Selfyssingar eru í 8. sæti með fimm stig að loknum sjö leikjum.

Þórsarar unnu síðasta leik nokkuð örugglega, gegn ungmennaliði Fram í Reykjavík. Það var fyrsti leikur liðsins eftir að þjálfaranum, Stevce Alusovski, var sagt upp störfum. Halldór Örn Tryggvason stýrir liðinu í kvöld en síðan tekur Geir Kristinn Aðalsteinsson við þjálfuninni til vors og stóri bróðir, Sigurpáll Árni, verður honum til aðstoðar.

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03