Fara í efni
Umræðan

Síðasti heimaleikur KA í deildinni á Dalvík

Steinþór Már Auðunsson - Stubbur - hefur leikið mjög vel með KA í sumar. Hann hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í sex leikjum. Hér ver Steinþór vel gegn Keflvíkingum á Dalvík. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA fær Stjörnuna í heimsókn í dag þegar liðin mætast í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 16.00 á Dalvíkurvelli.

KA er í öðru sæti deildarinnar eftir sex umferðir með 16 stig; liðið hefur unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli. Breiðablik er efst með 18 stig, hefur unnið alla leiki. Valur er í þriðja sæti með 13 stig og Stjarnan, sem kemur til Dalvíkur í dag, er í fjórða sæti með 11 stig.

Þetta verður síðasti heimaleikur KA á Dalvík á Íslandsmótinu því sá næsti er ekki á dagskrá fyrr en 16. júní. Þá taka KA-menn á móti Frömurum. á nýja gervigrasvellinum við KA-heimilið. Fyrsti leikurinn á þeim velli verður hinsvegar að öllum líkindum næsta fimmtudag, 26. maí, þegar KA spilar við Reynir úr Sandgerði í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar.

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45