Fara í efni
Umræðan

Segir flokkana hafa svikið samkomulag

Bæjarfulltrúar L-listans, Gunnar Líndal Sigurðsson, Halla Björk Reynisdóttir og Elma Eysteinsdóttir.

Sjálfstæðismenn og Framsókn slitu í kvöld viðræðum við L-lista um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar eins og Akureyri.net greindi frá. Halla Björk Reynisdóttir, einn bæjarfulltrúa L-lista og forseti bæjarstjórnar á nýliðnu kjörtímabili, segir flokkana tvo hafa svikið  samkomulag.

„Þau fóru á bak við heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan viðræður stæðu yfir og eru farin í aðrar meirihlutaviðræður,“ sagði Halla Björk við Akureyri.net. „Það eru vonbrigði að þau skyldu svíkja heiðursmannasamkomulag og maður veltir fyrir sér hvort að þau hafi nokkuð verið heiðarleg frá upphafi.“

Óánægju gætti í flokkunum tveimur, að því er heimildir Akureyri.net þaðan herma, vegna þess að L-listinn hafi farið fram á að fá bæði embætti formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. 

Þegar Halla Björk er spurð hvort L-listinn hafi gert kröfu um bæði embættin, eins og einn heimildarmaður orðaði það, svarar hún: „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessum embættum er yfirleitt skipt á milli flokka enda viðruðum við bara þá hugmynd þegar ekki hafði komið fram neinn áhugi á þessum embættum frá þeim.“

Hún bætir svo við: „Ég held þau séu bara að reyna að finna sér tylliástæðu. Viðræður voru rétt að hefjast. Það sem truflaði þau mest er að við erum með þrjá bæjarfulltrúa.“

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15