Fara í efni
Umræðan

Ósáttur við að Nökkvi fari en samgleðst honum

Nökkvi Þeyr Þórisson og Arnar Grétarsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er ánægður en jafnframt ósáttur við að framherjinn Nökkvi Þeyr Þórisson sé á förum frá félaginu.

„Ég er mjög ánægður fyr­ir hönd Nökkva og sam­gleðst hon­um inni­lega,“ sagði Arn­ar við mbl.is í dag í kjölfar þess að KA samþykkti kauptilboð belgíska B-deildarliðsins Beerschot í framherjann, markahæst leikmann Íslandsmótsins.

Arnar segir hins vegar að sjálfsögðu slæmt að missa Nökkva núna. „Ég er ekki sátt­ur að missa hann á þess­um tíma­punkti en þetta var ákvörðun sem var tek­in af þeim sem stjórna og við þurf­um að lifa með henni,“ sagði Arn­ar.

„Þetta er strák­ur sem hefði getað valið úr til­boðum eft­ir tíma­bilið en svona er fót­bolt­inn bara,“ sagði Arnar jafnframt.

Erfið ákvörðun en þó ekki

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir í viðtali við fotbolta.net að erfitt hafi verið að taka ákvörðun um að selja Nökkva núna, en þó í raun ekki.  

„Við höfum sagt við alla þessa stráka sem hafa komið til okkar; Nökkvi, Sveinn, Þorri, Bjarni og Danni (leikmenn í kringum tvítugt) að við séum með það sem markmið að reyna hjálpa þessum strákum að komast út. Þegar það kemur tilboð sem er gott fyrir klúbbinn og mjög gott fyrir leikmanninn þá verðum við að þora að standa við það og standa við þau orð sem við höfum gefið leikmanninum þegar hann kom upphaflega,“ segir Sævar í viðtalinu. „Þó að þetta sé vond tímasetning fyrir okkur þá er þetta þannig tækifæri fyrir Nökkva að við viljum ekki standa í vegi fyrir honum. Það hefði verið óskandi að hafa hann út tímabilið en þegar svona samningur er kominn á borðið þá skilur maður leikmanninn.“

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00