Fara í efni
Umræðan

Naumt tap Þórsara fyrir Gróttu syðra

Þorlákur Már Árnason, þjálfari Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu 1:0 fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins.

Eftir gærkvöldið eru Þórsarar með 23 stig í 10. sæti, þó aðeins tveimur stigum á eftir liði Selfoss og Vestra sem eru í 6. sætinu. Grindavík er líka með 23 stig, Kórdrengir 24 og og bæði Selfoss og Vestri með 25.

Fjórir leikmenn, sem verið hafa í stórum hlutverkum hjá Þór í sumar, voru í banni í gær; fyrirliðinn Bjarki Þór Viðarsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Ion Perelló Machi og Nikola Kristinn Stojanovic. Þá var Aron Birkir Stefánsson tæpur vegna meiðsla og lék Auðunn Ingi Valtýsson þar af leiðandi í markinu. Enn einu sinni sannaðist að maður kemur í manns stað og Þórsarar höfðu í fullu tré við Gróttumenn og vel það. Með smá heppni gátu Þórsarar unnið leikinn. Það hefðu verið sanngjörn úrslit, að minnsta kosti jafntefli.

Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson var rekinn af velli á 73. mínútu og Þórsarar því einum fleiri í tæpar 20 mínútur. Þeir sóttu mikið á þeim tíma, fengu þokkaleg færi en komu boltanum ekki í netið. Frammistaðan að mörgu leyti góð en uppskeran engin, önnur en innlegg í banka reynslunnar.

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, var býsna ánægður með sína menn í viðtali við fótbolta.net - sjá hér.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00