Fara í efni
Umræðan

Mikill áhugi á lóðum í Holtahverfi

Mikill áhugi reyndist á lóðum á nýju byggingasvæði í Holtahverfi, austan Krossanesbrautar. Alls bárust umsóknir frá 33 einstaklingum og 15 lögaðilum, um 22 lausar lóðir.

Lóðir „á þessu spennandi uppbyggingarsvæði voru auglýstar 15. september síðastliðinn með umsóknarfresti til 6. október. Gert er ráð fyrir að lágmarki 140 íbúðum í fjölbýlis-, rað-, par- og einbýlishúsum en þetta er fyrri áfangi í lóðaúthlutunum. Samkvæmt deiliskipulagi er í heildina gert ráð fyrir um 300 íbúðum á svæðinu,“ segir í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar í dag.

„Í mörgum tilvikum sóttu sömu aðilar um fleiri en eina lóð. Einbýlishúsalóðin Hulduholt 21 var vinsælust með 18 umsóknir. Í þeim tilvikum þar sem fleiri en ein umsókn berast um einbýlis- og parhúsalóðir er gert ráð fyrir að dregið verði úr umsóknum sem uppfylla almenn skilyrði.“

Til viðbótar 22 lóðum sem voru auglýstar í þessum áfanga hefur húsnæðissamvinnufélagið Búfesti, í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri, fengið vilyrði fyrir lóð undir fjögur fjölbýlishús sem ætlunin er að byggja upp á allt að fjórum árum.

Stefnt er að því að lóðum verði úthlutað á næsta fundi skipulagsráðs í lok október.

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00