Fara í efni
Umræðan

Lóðum í Holtahverfi úthlutað í sumar

Fyrstu lóðum í Holtahverfi norður á Akureyri verður hægt að úthluta í sumar og gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar til framkvæmda í febrúar á næsta ári. Um er að ræða nýtt uppbyggingarsvæði austan Krossanesbrautar, fyrir ofan og norðan smábátahöfnina í Sandgerðisbót.

Skipulagsstofnun hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu vegna svæðisins og gerir ekki athugasemd við gildistöku deiliskipulags Holtahverfis norður. Þá liggur einnig fyrir að umhverfis- og mannvirkjaráð hefur samþykkt að flýta framkvæmdum við hverfið þannig að hægt verði að úthluta fyrstu lóðunum nú í sumar og að þær verði tilbúnar til framkvæmda í febrúar 2022, að því er segir í fundargerð skipulagsráðs frá því í gær.

Á fundinum var lagt fram bréf frá Búfesti, þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær úthluti félaginu formlega þremur lóðum í nyrsta hluta hverfisins þar sem fyrirhugað er að byggja um 120 íbúðir á næstu fjórum árum, að hluta í samvinnu við Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK).

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að Búfesti verði veitt formlegt vilyrði fyrir lóðum 2-6 og 8-10 nyrst á skipulagssvæðinu án auglýsingar í samræmi við ákvæði í reglum um lóðarveitingar og með vísan til viljayfirlýsingar Akureyrarbæjar og Búfesti frá 5. janúar 2018. Hefur Búfesti komið að vinnu við gerð deiliskipulags Holtahverfis norður frá upphafi og eru umræddar lóðir útfærðar í samráði við félagið.

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00