Fara í efni
Umræðan

KA/Þór tekur á móti botnliðinu í dag

Hornamennirnir Rakel Sara Elvarsdóttir, til vinstri, og Unnur Ómarsdóttir fagna marki þeirrar fyrrnefndu eftir hraðaupphlaup gegn Haukum á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs taka á móti Aftureldingu í dag í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís-deildinni. Stelpurnar okkar eru í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki en Afturelding rekur lestina, hefur tapað öllum fimm leikjunum í vetur.

Tvö efstu liðin, Fram og Valur, eigast við í dag; Fram er með níu stig eftir fimm leiki en Valur hefur átta stig að loknum fjórum leikjum.

Leikurinn í KA-heimilinu hefst klukkan 16.00 og verður sýndur beint á sjónvarpsrás KA-manna, KA-TV.

Athugið að grímuskylda á leiknum.

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03