Fara í efni
Umræðan

KA/Þór dróst gegn Elche frá Spáni

Leikmenn KA/Þórs fagna sæti í næstu umferð Evrópukeppninnar eftir öruggan sigur á KHF Istogu í Kósóvó á dögunum. Ljósmynd: Elvar Jónsteinsson.

Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs mæta spænska liðinu CB Elche í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta. Fyrri viðureignin verður heimaleikur KA/Þórs skv. drættinum og er ráðgert að liðin mætist á Akureyri annað hvort 13. eða 14. nóvember og aftur á Spáni viku síðar.

Stelpurnar okkar slógu Kósóvómeistara KHF Istogu út úr keppninni í síðustu umferð með tveimur sigrum í Kósóvó.

Ekki virðist loku fyrir það skotið að báðir leikir fari aftur fram á sama stað í þessari umferð. „KA/Þór lék þó báða leikina gegn Istogu í Kósóvó og kemur í ljós á næstunni hvort liðin komi sér saman um að leika báða leikina á sama stað,“ segir um rimmuna við spænska liðið á vef KA.

Elche er spænskur bikarmeistari og hefur farið vel af stað í spænsku deildinni í vetur, að því fram kemur á heimasíðu KA. Liðið er taplaust; hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli.

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45