Fara í efni
Umræðan

KA tók forystu í einvíginu við Þrótt

Mynd af vef KA

KA sigraði Þrótt úr Fjarðabyggð 3:0 í dag í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í KA-heimilinu. Sigurinn var mjög öruggur; hrinurnar fóru 25:17, 25:16, 25:18.

Afturelding sigraði Álftanes örugglega í hinni viðureign dagsins í undanúrslitunum, 3:0, í Mosfellsbæ.

Vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit. KA og Þróttur mætast næst í Neskaupstað þriðjudaginn 19. apríl, sama dag og Álftanes tekur á móti Aftureldingu.

Ekki kæmi á óvart þótt KA og Afturelding tryggðu sér sæti í úrslitunum strax í næsta leik því þar eru á ferð tvö langbestu lið landsins.

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00

Umhyggja, kærleikur og mennska

Elínborg Sturludóttir skrifar
08. apríl 2024 | kl. 16:03